Að velja húðflúrara er ekki jafn einfalt og það sýnist við fyrstu hugsun. Að finna hinn rétta flúrara snýst um að finna listamann sem vinnur í samræmi við þína sýn og setur öryggi þitt og þægindi í forgang. Þar sem húðflúrmenning hefur verið í uppsveiflu á undanförnum árum er nauðsynlegt að vanda valið vel. Svona tryggir þú að valið verði rétt fyrir varanlega listaverkið þitt.
- Áður en þú byrjar að leita að listamanni skaltu taka smá tíma til að íhuga og skoða hvernig húðflúr þú vilt. Er það viðkvæm blómahönnun, dramatísk andlitsmynd eða kannski flókið ornamental verk? Með því að vera skýr um framtíðarsýn þína á lokaútkomuna og vera búin/nn að kynna þér vel mismunandi stíla húðflúrs og hverju þú heillast mest að, veistu hverju þú ert að leita að þegar þú ert að skoða portofoliu hvers listamanns.
- Nýttu þér samfélagsmiðla til að skoða mismunandi hannanir af myndverkinu sem þú hefur í huga. Instagram og pinterest eru frábær verkfæri til þess að leita uppi hashtags, #flowertattoo, #realismtattoo #neotraditionaltattoo osfv..
- Skoðaðu vel listamenn sem sérhæfa sig í þeim stíl sem þú heillast að, gott er að horfa eftir verkum sem eru gróin og sjá hvernig þau eldast í húðinni. Einnig er gott að hafa í huga að mikið er um falsmarkaðssetningu á samfélagsmiðlum og horfa eftir hvort myndir sem listamaðurinn póstar séu mikið unnar, filteraðar og/eða photoshoppaðar.
- Skoðaðu vel hvernig hreinlætisaðstaða er á stofunni, hún hafi tilskilin leyfi og hvort flúrarinn hafi sótt sóttvarnarnámskeið. Einnig er gott að hafa í huga mannorð viðkomandi og spyrjast fyrir.
- Sendu fyrirspurnir á þá flúrara sem þér líst vel á og gefðu því gaum hvort samskipti séu skýr og fagleg. Ekki hika við að spyrja spurninga varðandi ferlið, fagmaður hefur góð og hnitmiðuð svör við öllum þínum spurningum. Ekki hafa áhyggjur af seinum svörum, þeir sem eru fagmenn í sínu starfi eru oft lengi að svara vegna mikilla anna og gott er þá að mæta á staðinn og tala við viðkomandi beint.
- Eftir að hafa gert þína rannsóknarvinnu skaltu treysta á innsæið þitt. Ef þú færð slæma tilfinningu eða upplifir mikið hik, þá er allt í lagi að halda áfram leitinni. Þægilegt traust samband við þinn húðflúrara skiptir sköpum.
Val á húðflúrara er jafn mikilvægt og myndefnið sem þú velur þér. Með góðri rannsóknarvinnu og opnum samskiptum legguru grunninn að fallegu verki sem þér mun þykja vænt um alla ævi. Gefðu þér svo tíma, treystu ferlinu og njóttu ferðalagsins í átt að nýja flúrinu þínu.

