Húðflúrsgerð er ævafornt list og tjáningarform sem teyjir anga sína yfir í alla menningarheima, í öllum heimsálfum. Í gegnum árþúsundin hafa margir húðflúrsstílar myndast, hver með einstökum eiginleikum og sögulegri þýðingu. Hér förum við yfir helsta grunninn af stílformum og uppruna þeirra. Þó er gott að hafa í huga að undirheiti hafa myndast út frá mörgum þeirra og margir færir húðflúrarar hafa þróað með sér sinn eigin auðkennandi stíl með snert af fleiri en einum grunn stíl í verkum sínum.
Old School / Gamli Skólinn


Old School stíllinn þróaðist í hinum vestræna heimi snemma á 20. öld. Frægasta frumkvöðla dæmið í þessum stíl er húðflúrs listamaðurinn Norman ‘’Sailor Jerry’’ Collins og notast margir Old School listamenn enn þann dag í dag við hans myndverk fyrir innblástur.
Stíllinn einkennist af djörfum svörtum útlínum, einkennandi aðallitum og einfaldri hönnun sem inniheldur tákn eins og akkeri, rósir, rýtinga, hauskúpur og pin-up konur sem dæmi. Þessi stíll ber oft með sér Amerískan keim og endurspeglar reynslu og ferðalög hermanna og sjómanna.
Tribal / Ættbálka



Ættbálkahúðflúr eiga rætur sínar að rekja þúsundir ára aftur í tímann og í hefðir ýmis samfélög frumbyggja um allan heim. Um er að ræða djörf svört mynstur, anga, snúninga og geometrísk form. Hvert flúr eða tegund af mynstri hefur menningarlega þýðingu. Sem dæmi um táknræn gildi mætti nefna trú, helgisiði, hollustu, afrek, ætterni og stríðsmanna eða félagslega stöðu.
Endurvakning ættbálkaflúra í nútímasamfélagi endurspeglar hrifningu af þessum fornu siðum, sem oft er litið á sem leið til að tengjast menningarlegum gildum og tjá einstaklingseinkenni sín.
Japanese / Japanskt (Irezumi)



Japönsk húflúr státa af langri sögu sem má rekja aftur til Jomon tímabilsins u.þ.b. 14.000-300 f.kr. Inngrafin í japanska menningu, þekja þau oftast stór svæði líkamans og sína ríkulegt myndefni eins og koi fiska, kirsuberjablóm, goðsagnakenndar verur, dreka og auðkennandi form af bakgrunnum og öldum. Hver hönnun er táknræn og mætti sem dæmi nefna að koi fiskar tákna þrautseigju og velgengni en kirsuberjablóm hverfult eðli lífsins. Einnig getur uppsetning og samsetning þátta haft áhrif á táknræna merkingu. Sögulega var Irezumi notað sem bæði refsing fyrir glæpamenn á Edo tímabilinu og sem persónuleg tjáning meðal verkalýðsins. Í dag eru japönsk húðflúr vinsæl um allan heim, sérstaklega vegna fallegs flæðis og frásagnargetu.
Realism / Raunveruleg


Realisma húðflúr komu fram seint á 20. öld í vestrænni menningu.
Realisma húðflúr leitast við að ná sem raunverulegustu eiginleikum í flúr, líkt og um ljósmynd sé að ræða. Skyggingartækni og litbrigði ásamt mismunandi áferð sem búa til þrívíddaráhrif og fanga flókin smáatriði og náttúrulega eiginleika. Þessi stíll gerir einstaklingum kleift að minnast ástvina með andlitsmyndum, gæludýra sinna eða mikilvægra atburða í lífi þeirra sem fest hafa verið á ljósmynd. Nákvæmar framsetningar þjóna bæði listsköpun og virðingu gagnvart viðfangsefninu.
Watercolor / Vatnslita



Vatnslitastíllinn er nútímastíll sem kom fram fyrst í kringum árið 2000 og þrýsti á mörk hefðbundins húðflúrs. Stíllinn líkir eftir fljótandi og lifandi eðli vatnslitamynda, einkennist af mjúkum burstalíkum strokum, björtum litastigum og skorti á hefðbundnum svörtum útlínum. Vatnslita húðflúr umfaðma oft óhlutbundna þætti sem gerir listamönnum kleift að búa til verk sem eru bæði sjónrænt töfrandi og einstaklega persónuleg.
Neo Traditional




Gamla skóla húðflúr í nýjum búning og reglurnar af borðinu. Nútíma þróun hefðbundinna flúra þar sem fínar línur mæta djörfu línunum, smáatriði, mjúkar litapallettur, áferðir og skyggingar. Þessi stíll gefur listamönnum nærri ótakmarkað frelsi í hönnun og túlkun sem heldur enn í keim hins hefðbundna í sínu yfirbragði, dásamlegur stíll með svigrúm fyrir gífulegt hönnunarfrelsi, persónulegar þeim sem hann iðka
Minimalismi



Minimalísk húðflúr eru nýtilkomin og leggja áherslu á einfaldleika og fínleika með því að nota hreinar línur, takmarkaðar litatöflur og naumhyggju hönnun til að koma dýpri merkingu á framfæri. Þessi stíll hefur náð vinsældum meðal einstaklinga sem leita að vanmetinni líkamslist. Minimalíska nálgunin endurspeglar fagurfræði samtímans sem er í takt við gildi einfaldleika og skýrleika, sérstaklega hjá þeim sem aðhyllast framúrstefnu og nútíma listræna tjáningu.
Dotwork / Punktavinna


Þessi stíll kom fram seint á 20. öld. Punktavinna einkennist af því að nota örsmáa punkta til að búa til myndir í stað hefðbundinnar línu og skyggingarvinnu. Þessi stíll getur staðið einn og sér en er oftast blandað saman við aðra stíla sérstaklega til að ná fram ákveðnum áferðum og einnig í geometriskum hönnunum og mandölum.
Trash Polka



Trash Polka er upprunnið í Þýskalandi og kom fyrst fram í upphafi 2000. Stíllinn sameinar raunhæf myndverk með grafískum þáttum, djörfum litum og spondant hönnun sem kallar fram tilfinningar á við glundroða og uppreisn, þannig verður verkið mjög áberandi, dramatísk og persónuleg tjáning
Ornamental / Skrautstíll



Rætur ornamental stílsins má rekja til gamalla menningarheima sem mat flókinnar, mikilfenglegrar og skrautlegrar listar mikils. Stíllinn teyjir sig inn í heim arkitektúra Viktoríutímabilsins þar sem filigree naut sín á hverju handriði, á speglum, römmum og hvers kyns húsgögnum. Stíllinn nýtur sín vel einn og sér en er mikið notaður með hvers kyns öðru myndverki í allskonar blæbrigðum. Einnig má þess geta að hvað sem er sem telst til skrauts á heima í þessum flokki, ættbálkamynstur, mandölur, gemetric og einnig nútímalist í formi flæðandi lína og allt frá ofur einföldum smáatriðum yfir í flókin stór verk. Mikilvægur eiginleiki skraut húðflúrs er aðlögunarhæfni þess og hvernig samblandað, þau geta dregið aðra grunnflokka upp á næsta level.
Blackwork / Myrkvun



Blackwork er stíll sem lifir undir nafni. Ólíkt öðrum stílum eru engir litir notaðir og oft eru stór svæði þakin svörtu. Flæði, djarfar línur, mynstur og negatívur eru oft notaðar til að brjóta upp dramatísku þyngslin í myrkvuninni og er þessi stíll að ná hratt vinsældum til notkunar í cover-ups og dramatískri, listrænni tjáningu.

