Húðflúr er handverk: Óraunhæfar væntingar á tímum samfélagsmiðla.

Húðflúr er margþætt og magnað listform sem sameinar skapandi hugsun, listræna nálgun mismunandi stíla, hönnunar og hugmyndavinnu. Húðflúrslistamenn þurfa einnig tæknilega færni, djúpan skilning á anatómísku flæði mannslíkamans ásamt mismunandi tegunda , viðbragðs, öldrunar og blæbrigða okkar stærsta líffæris, húðarinnar. Sú færni öðlast listamenn með margra ára iðkun og handleiðslu. Farsælir húðflúrslistamenn eyða óteljandi klukkustundum í að fullkomna þekkingarsvið sitt, tækni og vinnsluaðferðir. Listamenn verða að laga hönnun sína að líkamlegum línum viðskiptavinarins, með hliðsjón af mörgum þáttum eins og til dæmis húðlit, áferð, fyrirliggjandi ör, vöðvabyggingu, hreyfingu og flæði. Vinnsluaðferðirnar til að koma bleki í húðina eru mismunandi og dýptarskynjun skiptir höfuð máli til að það leggist vel í húðina og grói vel. Öldrun húðarinnar skiptir einnig miklu máli uppá hvernig húðflúrið aðlagast og mun líta út í gegnum árin. Vegna allra þessara þátta, með lifandi striga í höndum sér, getur þessi listgrein verið mjög streituvaldandi, mikil pressa myndast til að skila verkefnum eins vel af sér og hægt er og einnig er námið sem húðflúrslistamenn ganga í gegnum fyrstu árin mjög streituvaldandi.

Aukin notkun samfélagsmiðla hefur leitt til dreifingar á blekkjandi myndefni af húðflúrum sem geta skekkt skynjun neytenda. Miðlar eins og Instagram, Facebook og Pinterest gera húðflúrurum kleift að sýna verk sín og hefur þessi heimur farið í þá átt að listamenn upplifa mikla samkeppni í athygli að verkum sínum. Like og fylgis tölur er orðið öflugt dópamín verkfæri í lífi margra og þetta hefur leitt til þess að margir hafa farið að filtera, laga og upphefja verk sín með villandi stafrænum tilþrifum til að vekja athygli á sér og ýfa upp gæði verkanna með óraunhæfum framsetningum sem gerir það að verkum að neytendur öðlast skakkt viðhorf á hvernig loka útkoma húðflúrs er í raunheimum. Þar að auki hefur gervigreind bætt enn einu flóknu lagi í þetta allt saman. Hæfni til að búa til óraunhæfar hannanir húðflúra hefur villt neytendur til að halda að þessar stafrænu myndir geti jafnast á við áþreifanleg, raunveruleg húðflúr. Neytendur fara að forgangsraða fagurfræðilegri, óraunhæfri fullkomnun og traustið sem ætti að vera milli  listamanns og neytenda rofnar. Skapandi möguleikar í hrárri listsköpun í takt við mannlega færni fellur niður og óraunhæfar væntingar drepa niður ástríðu fullfærs listamanns með mikla reynslu. Í siglingu um þetta stafræna landslag er því mikilvægt fyrir bæði listamenn og neytendur að rækta dýpri skilning á því hvað húðflúrslist raunverulega felur í sér og hvað er raunhæft að framkvæma. Listamenn bera auðvitað ábyrgð á því að fræða sína kúnna um þetta en oft leggjast upplýsingarnar ekki vel í áhlustandann ef viðkomandi er kominn með ákveðna sýn í huga sem óraunhæft er að framkvæma. Skrifandi þessa pistils vill því hvetja lesendur til þess að nálgast húðflúr með opnum huga, tilbúnir til að umfaðma þessa listsköpun á raunhæfann hátt og kynna sér lifandi húðflúr í stað stafræns myndefnis.

Með því að endurstilla væntingar geta allir aðilar tekið þátt í þýðingarmikilli listrænni sköpun, raunsærri húðflúrs upplifun og fagnað hinu ósvikna tjáningarlistformi sem húðflúr er.

Færðu inn athugasemd

Verið velkomin!

Þessi vefur er byggður upp af reynslumiklum atvinnu húðflúrurum á Íslandi.

Okkar helsta markmið er að tryggja öryggi neytenda á húðflúrs markaðinum.

Hafðu samband

Nýlegir pistlar