Að fá sér húðflúr getur haft afleiðingar fyrir einstaklinga með sykursýki, fyrst og fremst vegna þess hvernig sykursýki hefur áhrif á getu líkamans til að gróa og bregðast við sýkingum.
Hér eru nokkur lykilatriði sem vert er að hafa í huga.
Fólk með sykursýki getur upplifað hægara gróunarferli, sem getur aukið hættuna á fylgikvillum eftir húðflúr. Þetta er vegna skertrar blóðrásar og hugsanlegra taugakvilla.
Sykursýki eykur hættuna á sýkingum. Húðflúr felur að sjálfsögðu í sér að opna húðina og er hún því mjög opin fyrir bakteríum við ásetningu og fyrstu dagana eftir, sem gerir það nauðsynlegt fyrir einstaklinga með sykursýki að tryggja að húðflúrlistamaðurinn sé fagaðili sem fylgi ströngum hreinlætisreglum og einnig að fylgja vel leiðbeiningum um eftirumönnun flúrsins. Gott er að lengja hvíldartímareglu í ákveðnum leiðbeiningum um t.d. sterkt sólarljós, sund, gufu ofl sem getur valdið hættu.
Viðbrögð líkamans við streitu, sem getur fylgt því að fá sér húðflúr geta valdið sveiflum í blóðsykri. Einstaklingar ættu að fylgjast vel með blóðsykri sínum fyrir, á meðan og eftir húðflúrsferlið. Sársauki getur einnig haft áhrif á blóðsykur, þannig að það er mikilvægt að stjórna verkjum með viðeigandi aðgerðum, drekka vel af vatni og hafa með sér nesti.
Staðsetning flúrsins getur skipt máli. Að húðflúra yfir svæði sem eru fyrir áhrifum af fylgikvillum tengdum sykursýki (eins og taugakvilla eða æðavandamálum) getur aukið hættuna á hægum gróanda og sýkingum.
Einstaklingar með taugakvilla finna hugsanlega ekki fyrir sársauka eða öðrum tilfinningum á ákveðnum svæðum, sem getur flækt húðflúrferlið og eftirumönnun.
Í eftirummönunarferlinu ættu einstaklingar með sykursýki að fylgjast vandlega með einkennum sýkingar (roði, bólga, væta, aukinn sársauki) og hafa strax samband við heilbrigðisstarfsmann ef grunur um sýkingu er kominn upp. Stöðugt eftirlit með blóðsykri meðan á gróunarferlinu stendur er nauðsynlegt, þar sem óvæntar hækkanir eða lækkanir geta komið fram.
Ráðlegt er fyrir einstaklinga með sykursýki að ráðfæra sig við sinn lækni áður en þeir fá sér húðflúr. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem eru með ómeðhöndlaða sykursýki.
Einnig þarf að láta húðflúrslistamanninn vita við tímapöntun svo hann hafi fulla vitneskju um hvað hann er að fara út í.
Munum að forgangsraða alltaf heilsu og öryggi.

